Starfsleyfi

 

Álver Norðuráls á Grundartanga hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 350 þúsund tonnum af áli. Starfsleyfið var gefið út af Umhverfisstofnun 16. desember 2015 en stofnunin er jafnframt eftirlitsaðili með starfsemi fyrirtækisins. Starfsleyfið gildir til 16. desember 2031 og er veitt í samræmi við ákvæði reglugerðar nr.785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. sjá hér

 

Rannsóknir og eftilit með umhverfisáhrifum Norðuráls á Grundartanga eru framkvæmdar af óháðum aðilum. (Niðurstöður þessara rannsókna má finna undir flipanum Skýrslur í dálknum hægra megin.) Þær sýna að áhrif á lífríki í nágrenni fyrirtækisins eru og hafa verið hverfandi. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn og til að hann náist þarf reksturinn að vera góður og í jafnvægi. Það kallar á liðsheild og kunnáttu starfsfólks Norðuráls.

 

Norðurál er með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega ISO 9001staðlinum. Þá eru  umhverfisstjórnunar- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins vottuð samkvæmt ISO 14001og OHSAS 18001stöðlum. 

 

Ál og samgöngur

Um fjórðungur álnotkunar heimsins í flutninga- og farartækjaiðnaði.

40 milljónir bíla eru framleiddar á ár hvert. Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla verið lögð á að létta þá og draga úr orkunotkun og mengun. Þar eru yfirburðir álsins miklir. Vegna lítillar eðlisþyngdar áls verða farartæki mun léttari en ella og því stuðlar notkun áls að minni útblæstri koldíoxíðs og þar með minni áhrifum gróðurhúsalofttegunda.

Þá er ál einnig vinsælt í framleiðslu flugvéla. Vaxtarmöguleikarnir eru eigi að síður minni þar enda aðeins framleiddar um þúsund flugvélar í heiminum á ári.

Notkun áls í lestum fer stöðugt vaxandi og ál er einnig notað í reiðhjól og fley af ýmsu tagi. Ál gegnir mikilvægu hlutverki í skipasmiði enda færist þyngdarpunktur skipa neðar þegar ál er notað í yfirbyggingu og þar með verða skipin stöðugri.