Saga Norðuráls

 

Norðurál er í eigu Century Aluminum sem er með höfuðstöðvar í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. Century Aluminum á fjögur önnur álver í Bandaríkjunum.

 

Century Aluminum festi kaup á Norðuráli í apríl 2004 en áður var fyrirtækið dótturfyrirtæki Columbia Ventures Corporation (CVC) sem er með höfuðstöðvar í Vancouver, Washington í Bandaríkjunum og er í eigu Kenneth D. Peterson Jr.

 

Árið 1995 ákvað CVC að reisa nýtt álver. Eftir að ýmsir möguleikar höfðu verið athugaðir var ákveðið að álverið yrði reist utan Bandaríkjanna. Í ágúst 1996 varð ljóst að Ísland væri besti kosturinn og var fyrsta skóflustungan að Norðuráli á Grundartanga tekin í apríl árið 1997. Aðeins 14 mánuðum síðar eða í júní 1998 var fyrsta kerið gangsett.

 

Framleiðslugeta Norðuráls var í fyrsta áfanga 60.000 tonn á ári og sumarið 2001 var hún aukin í 90.000 tonn á ári með gangsetningu annars áfanga.  Á árinu 2006 var framleiðslugetan aukin í 220 þúsund tonn og í 260 þúsund tonn árið 2007. Nú eru um 313.000 tonn af áli framleidd á Grundartanga. 

 

Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi og er stofnkostnaður þess um 900 milljónir Bandaríkjadala og brúttóársvelta um 500 milljónir dollara. Með Norðuráli breyta Íslendingar hluta þeirrar miklu orku sem landið okkar býr yfir í útflutningsverðmæti og ýta undir vistvæna orkunotkun.

 

Ál og samgöngur

Um fjórðungur álnotkunar heimsins í flutninga- og farartækjaiðnaði.

40 milljónir bíla eru framleiddar á ár hvert. Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla verið lögð á að létta þá og draga úr orkunotkun og mengun. Þar eru yfirburðir álsins miklir. Vegna lítillar eðlisþyngdar áls verða farartæki mun léttari en ella og því stuðlar notkun áls að minni útblæstri koldíoxíðs og þar með minni áhrifum gróðurhúsalofttegunda.

Þá er ál einnig vinsælt í framleiðslu flugvéla. Vaxtarmöguleikarnir eru eigi að síður minni þar enda aðeins framleiddar um þúsund flugvélar í heiminum á ári.

Notkun áls í lestum fer stöðugt vaxandi og ál er einnig notað í reiðhjól og fley af ýmsu tagi. Ál gegnir mikilvægu hlutverki í skipasmiði enda færist þyngdarpunktur skipa neðar þegar ál er notað í yfirbyggingu og þar með verða skipin stöðugri.