Álver í Helguvík

 

Norðurál stefnir að því að reisa álver í Helguvík sem verður í fremstu röð. Kerskálar og steypuskáli álversins verða innan sveitarfélagsins Garðs á nýrri iðnaðarlóð við Berghóla, en súrálsgeymar og hafnaraðstaðan á iðnaðarsvæðinu við Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Allur búnaður í álverinu verður samkvæmt bestu fáanlegri tækni og álverið verður eitt hið umhverfisvænsta í heimi. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2008.

  

Á rekstrartíma er gert ráð fyrir að um 600 ný störf verði til í álverinu og samtals hátt í 2000 störf sem tengjast alverinu og rekstri þess.  Áætlað er að ríflega 4.000 ársverk þurfi við byggingu álversins og um 10.000 ársverk samtals í byggingu álversins og tengdra framkvæmda eins og orkumannvirkja, hafnaraðstöðu og annarrar beinnar þjónustu.

 

 

 

 

Umhverfismat

Álverið í Helguvík hefur farið í gegnum ítarlegt mat á umhverfisáhrifum og fengið öll leyfi sem nauðsynleg eru til að hefja byggingu og starfsemi.

 

Mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík

 

 Það er stefna Norðuráls að halda ytra og innra umhverfi í því horfi að álverið í Helguvík verði eitt  umhverfisvænsta álver í heimi.Vel er vandað til útlits- og umhverfishönnunar. Unnið hefur verið náið með heimamönnum og gert er ráð fyrir að draga mjög úr sjónrænum áhrifum álversins með gerð jarðvegsmana og gróðursetningu. Ennfremur verða byggingar og umhverfið útfært þannig að sem mest dragi úr ásýndaráhrifum.

 

Starfsleyfi

Starfsleyfi álversins er veitt með því skilyrði að það fullnægi ströngustu kröfum varðandi losun efna. Ítarlegu eftirliti með umhverfisáhrifum verður framfylgt af sjálfstæðum aðilum undir stjórn Umhverfisstofnunar Íslands. Álverið í Helguvík fellur undir íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar og samræmist stefnu íslenskra stjórnvalda um útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Bestu fáanlegum mengunarvörnum verður beitt og Norðurál mun stuðla að vísindarannsóknum á mögulegum leiðum til kolefnisbindingar og endurvinnslu.

 

Starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir álver í Helguvík